Ég og systir fórum út að hlaupa í gær eins og venjulega á sunnudögum. Hlupum við gömlu hlaupaleiðina mína sem að ég hljóp fyrir 20 árum. Þetta er 10 km leið vestur í kópavog og til baka og vorum við 1 klst að hlaupa hana.
Svo eftir hádegið þá fórum við fjölskyldan í sund. Ætlunin var að fara í grafarvogslaugina en hún var lokuð vegna hreingerningar. Við fórum því í árbæjarlaug og var það nokkuð gott að vera þar. Eftir sundið fórum við svo og fengum okkur pizzu hjá Pizza Rizzo. Að lokum fórum við svo í bónus.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli