04 júní 2007

Landsleikur Íslands gegn Liechtenstein

Horfði á landsleik Íslendinga og Liechtenstein og varð fyrir vonbrigðum. Hitað var upp fyrir leik með því að sína brot úr gömlum leikjum sem að við spiluðum við þá. Þar þar var gefið óbeint í skyn að hér væri við auðveldan mótherja að ræða. En annað kom á daginn. Einu mennirnir sem að gátu eitthvað að mínu mati voru þeir sem að kominn á sem varamenn í seinni hálfleik Theodór Elmar Bjarnason og Birkir Már Sævarsson. Svo sýndi Eiður Smári þvílíkan dómgreindarskort með því að skjóta í markið þegar búið var að dæma hann rangstæðan og búið var að flauta. Halda mætti að þessi maður væri ekki að spila með stórum klúbbi erlendis og er sé með margar milljónir á mánuði í laun. Þannig að það verður gaman að sjá hvernig næsti leikur fer þegar að stórstjarna íslands verður ekki með.

Engin ummæli: