Fjölskyldan ákvað að nota góða veðrið í dag og fórum við í smá bíltúr og skoðuðum við golfvöllinn við vatnleysuströnd og kíktum aðeins í vogana.
Fórum svo og skoðuðum eyðibýli við flekkuvík. Byrjuðum að ganga í mosanum og hrauninu og var það frekar erfitt þar sem að ég var með einkasoninn á bakinu í göngubakpoka. Þetta reyndi frekar mikið á fæturna þá aðallega mjaðmirnar, en ég fekk verki þar þegar að ég gekk.
Soðuðum eyðibýlið og ströndina og fengum okkur að borða við ströndina áður en við lögðum af stað til baka.
Einkasyninum lá svo mikið á hjarta að hann talaði á fullu alla leiðina fram og til baka.
Fórum svo heim eftir um tvo tíma eftir vel heppnaðan dag.
11 júní 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli