03 júní 2007

Hlaup hlaup og aftur hlaup

Fórum í sund í gær, fimmtudag eins og vanalega. Það gekk bara vel hjá okkur í sundi. Þegar þau áttu að liggja á bakinu og aka á þá fór sonurinn allt í einu að syngja um Mikka ref og hló svo hátt og snjallt milli erinda. Þetta vakti mikla kátínu nærstaddra sem að í honum heyrðu.

Eftir sundi var svo farið út að hlaupa með systur. Tókum smá hring upp í breiðholt og heim aftur. Þetta tók um 40 mín. Teknar voru svo tröppur í restina.

Engin ummæli: