17 júní 2007

17. júní

Í tilefni þjóðhátíðardagsins þá fórum við niður í bæ og kíktum á fornbílana. Þetta var um 15:00 og kíktum við aðeins á arnarhól, en þar var skemmtun í gangi. Listamaðurnn sem að var á sviðinu var einhver stelpa að syngja lög fyrir yngstu kynslóðina, sem að ég veit ekki hver var. Krstófer Óli virtust ekkert serstaklega spenntur þannig að við ákváðum að stoppa stutt við og fórum því í kaffi til Þuríðar frænku í garðabæinn.

Kristófer Óli var aðallega spenntur fyrir því að fá að fara í gamla jeppann með afa sínum. Hann var voðalega stolltur yfir því að fá að sitja við hliðiná afa sínum, og sérstaklega að fá að sitja í báðar leiðir. Hann var víst búinn að bíða eftir þessu frá því á laugardeginum. Hann passaði því vel upp á það að afi sinn færi ekki á undan sér.

Engin ummæli: