13 júní 2007

Skraf og ráðagerðir

Við hlupum árbæjarleiðina okkar öfugt og var það frekar skrítið að hlaupa leiðina sem að maður er vanur að hlaupa rétt, að hlaupa hana öfugt ef hægt er að tala um að hlaupa eitthvað rétt.

Systir var voða spennt yfir því að fá nýja úrið sitt sem er garmin forerunner 305, og er mjög gott fyrir þá sem að hlaupa og hjóla mikið. Læt linkinn fyrir úrið fylgja með svo að fólk átti sig á því hvers konar undratæki er hér á ferð.

Hlaup dagsins : 8,5 km á 50 mín.

1 ummæli:

Margret sagði...

Já ég er sko ánægð með nýju græjuna mína Forerunner 305 er málið. Nú fyrst getum við farið að hlaupa og hlaupa og hlaupa......