20 júní 2007

Ég fara í vinnuna og í leikfimi

Við vorum upp í rúmi að fara að sofa og var ég að lesa fyrir KÓS. Þá segir hann allt í einu. Pabbi þú ferð í grænatún á morgun. Ég ætla að fara að vinna og svo ætla ég að fara í leikfimi og svo þegar að ég kem heim og ætla að leita að þér undir sænginni þá ert þú bara týndur. Þá ert þú bara enn í grænatúni. Þar komst upp um pabbann hvað hann gerir á daginn meðan að hann er í leikskólanum.

19 júní 2007

Nýja græjan prófuð

Við fórum út að hlaupa í dag og prófuðum nýju græjuna sem að systir var að fá sér. Hún sýndi hraða og hjartslátt og einnig leiðina sem að við hlupum.

Hlaup dagsins: Breiðholt kópavogur 6,01 km á 45 mín.

17 júní 2007

17. júní

Í tilefni þjóðhátíðardagsins þá fórum við niður í bæ og kíktum á fornbílana. Þetta var um 15:00 og kíktum við aðeins á arnarhól, en þar var skemmtun í gangi. Listamaðurnn sem að var á sviðinu var einhver stelpa að syngja lög fyrir yngstu kynslóðina, sem að ég veit ekki hver var. Krstófer Óli virtust ekkert serstaklega spenntur þannig að við ákváðum að stoppa stutt við og fórum því í kaffi til Þuríðar frænku í garðabæinn.

Kristófer Óli var aðallega spenntur fyrir því að fá að fara í gamla jeppann með afa sínum. Hann var voðalega stolltur yfir því að fá að sitja við hliðiná afa sínum, og sérstaklega að fá að sitja í báðar leiðir. Hann var víst búinn að bíða eftir þessu frá því á laugardeginum. Hann passaði því vel upp á það að afi sinn færi ekki á undan sér.

Dúkkubúðin er lokuð en ekki dótabúðin

Magga systir var að stríða Kristófer Óla á því að mamma hans ætlaði bara að kaupa brúna dúkku með brúnt hár og brún augu og engan bíl. "Nei" sagði Kristófer Óli, "hún ætlar að kaupa brúnan bíl"svona þrættu þau fram og til baka í smá stund. Á leiðinni heim þá heyrðist úr aftursætinu, " Dúkkubúðin er lokuð en ekki dótabúðin, mamma ætlar að kaupa brúnan bíl handa mér".

13 júní 2007

Skraf og ráðagerðir

Við hlupum árbæjarleiðina okkar öfugt og var það frekar skrítið að hlaupa leiðina sem að maður er vanur að hlaupa rétt, að hlaupa hana öfugt ef hægt er að tala um að hlaupa eitthvað rétt.

Systir var voða spennt yfir því að fá nýja úrið sitt sem er garmin forerunner 305, og er mjög gott fyrir þá sem að hlaupa og hjóla mikið. Læt linkinn fyrir úrið fylgja með svo að fólk átti sig á því hvers konar undratæki er hér á ferð.

Hlaup dagsins : 8,5 km á 50 mín.

11 júní 2007

Sunnudagsferð til Flekkuvíkur

Fjölskyldan ákvað að nota góða veðrið í dag og fórum við í smá bíltúr og skoðuðum við golfvöllinn við vatnleysuströnd og kíktum aðeins í vogana.

Fórum svo og skoðuðum eyðibýli við flekkuvík. Byrjuðum að ganga í mosanum og hrauninu og var það frekar erfitt þar sem að ég var með einkasoninn á bakinu í göngubakpoka. Þetta reyndi frekar mikið á fæturna þá aðallega mjaðmirnar, en ég fekk verki þar þegar að ég gekk.


Soðuðum eyðibýlið og ströndina og fengum okkur að borða við ströndina áður en við lögðum af stað til baka.

Einkasyninum lá svo mikið á hjarta að hann talaði á fullu alla leiðina fram og til baka.

Fórum svo heim eftir um tvo tíma eftir vel heppnaðan dag.

10 júní 2007

Árbær lengri leið

Hlupum upp í árbæ og þegar við komum svo til baka ákváðum við að lengja hringinn aðeins þannig að úr varð 9,5 km hringur.

Hlaup dagsins : Árbær 9,5 km á 54 mín.

07 júní 2007

Breiðholtshlaupaleið

Fórum út að hlaupa í dag og prófuðum að fara nýja leið. hlupum við eins og við ætluðum upp í árbæ en í staðinn fórum við meðfram stekkjarbakka og þaðan upp í breiðholt. Hlupum hjá bökkunum og svo þaðan niður aIR svæðinu og þaðan inn í kópavog. Tókum svo tröppur í restina.

Hlaup dagsins 5 km á 45 mín

06 júní 2007

Gámar ogt ræktin

Mætti í ræktina kl:06:00 og tók æfingar fyrir efri hlutann. Mætti svo í vinnuna kl:09:00 og fengum við 3 gáma í dag, einn 40 feta og tvo 20 feta. Harðsperrur eftir æfingar morgunsins ágerðust er líða tók á daginn og fann maður að þetta hafði tekið á síðar um kvoldið.

05 júní 2007

Þriðjudagshlaup

Mætti í ræktina kl:06:00 og prófaði að fara upp í salarlaug. Það var ágætis aðstaða þar en stöðin er ekki stór. Tók lappaæfingar þrátt fyrir að við værum að fara út að hlaupa um kvöldið.

Fórum svo út að hlaupa ég og systir og fórum við nýja leið að hluta til og tókum svo spretti upp tröppurnar hjá HK heimilinu. Þetta hefur greinilega spurst út að það væri sniðugt að taka spretti þar því að fleiri voru að taka æfingar þar.

Hlaup dagsins: 5km. á 46,45

04 júní 2007

Landsleikur Íslands gegn Liechtenstein

Horfði á landsleik Íslendinga og Liechtenstein og varð fyrir vonbrigðum. Hitað var upp fyrir leik með því að sína brot úr gömlum leikjum sem að við spiluðum við þá. Þar þar var gefið óbeint í skyn að hér væri við auðveldan mótherja að ræða. En annað kom á daginn. Einu mennirnir sem að gátu eitthvað að mínu mati voru þeir sem að kominn á sem varamenn í seinni hálfleik Theodór Elmar Bjarnason og Birkir Már Sævarsson. Svo sýndi Eiður Smári þvílíkan dómgreindarskort með því að skjóta í markið þegar búið var að dæma hann rangstæðan og búið var að flauta. Halda mætti að þessi maður væri ekki að spila með stórum klúbbi erlendis og er sé með margar milljónir á mánuði í laun. Þannig að það verður gaman að sjá hvernig næsti leikur fer þegar að stórstjarna íslands verður ekki með.

03 júní 2007

Hlaup hlaup og aftur hlaup

Fórum í sund í gær, fimmtudag eins og vanalega. Það gekk bara vel hjá okkur í sundi. Þegar þau áttu að liggja á bakinu og aka á þá fór sonurinn allt í einu að syngja um Mikka ref og hló svo hátt og snjallt milli erinda. Þetta vakti mikla kátínu nærstaddra sem að í honum heyrðu.

Eftir sundi var svo farið út að hlaupa með systur. Tókum smá hring upp í breiðholt og heim aftur. Þetta tók um 40 mín. Teknar voru svo tröppur í restina.

Gamla hlaupaleiðin og sund

Ég og systir fórum út að hlaupa í gær eins og venjulega á sunnudögum. Hlupum við gömlu hlaupaleiðina mína sem að ég hljóp fyrir 20 árum. Þetta er 10 km leið vestur í kópavog og til baka og vorum við 1 klst að hlaupa hana.

Svo eftir hádegið þá fórum við fjölskyldan í sund. Ætlunin var að fara í grafarvogslaugina en hún var lokuð vegna hreingerningar. Við fórum því í árbæjarlaug og var það nokkuð gott að vera þar. Eftir sundið fórum við svo og fengum okkur pizzu hjá Pizza Rizzo. Að lokum fórum við svo í bónus.