30 desember 2006

Sælan að verða búin??

Jæja þá er farið að styttast verulega í annan endan á þessu ári, tveir dagar eftir af þessu ári. Svo byrjar skólinn aftur 4. janúar og þá byrjar veruleikinn aftur eftir gott frí. Það gekk bara vonum framar í skólanum fyrir áramót og tek ég tvö fög með vinnu eftir áramót. Tek grunnteikningu og verksmiðjusaum. Tek svo tvö fög næsta haust og tvö fög svo vorið 2008 og þá er skólinn búinn hér og þá tekur danmörk við vonandi haustið 2008.

03 desember 2006

Óli reiður

Ég var að svæfa soninn í gærkvöldi. Erum að reyna að láta hann sofna sjálfan og gengur það ekki alveg nógu vel. Ég las fyrir hann og svo þegar ég var búinn að því þá sagði ég við hann að ég ætlað i fram og yrði fyrir utan herbergið hans. Þá sagði hann að ég ætti að leggjast hjá honum. Ég sagði "Nei að hann yrði að fara að sofa". Hann sagði þá "Óli reiður, pabbi leggjast"

15 nóvember 2006

Svona kallinn minn

Ég var að svæfa soninn og þegar við vorum búnir að slökkva ljósin og hann var búinn að bylta sér í smá stund þá snýr hann sér að mér og segir: "Svona kallinn minn, svona kallinn minn".

27 september 2006

Ekki kaupa voffa bara dót.


Við fórum í heimsókn til tengdó um daginn. Tengdó var að tala um að fá sér hund. Þá sagði sonurinn " Amma ekki kaupa voffa, bara dót".

16 júlí 2006

Nammi namm na inni


Ég þurfti að fara í hraðbankann í gær. Fórum við saman, ég og Kristófer. Fórum við í hraðbankann við bónus. Hann benti á bónus og spurði eins og vanalega "Hvað er þetta ? Sagði ég honum að þarna inni væri nammi namm. Hann spurði aftur og sagði ég honum að þarna inni væri nammi namm. Hann endurtók þetta alla leiðna heim "Nammi namm na inni"

04 júlí 2006

Heimsókn

Systir mín kom í heimsókn í gær og fékk lánaðan skannann okkar sem að hún þykist orðið eiga. Nei bara smá grín. Svo þegar að hún var að fara heim þá opnuðum við út á gang og Við öll gengum fram. Þegar við vorum komin fram þá heyrðum við umgang um að einhver væri að koma inn. Það var nágrannakona okkar sem að býr við hliðin á okkur. Hún heilsaði okkur og við heilsuðum á móti. Þá sagði Kristófer Óli við hana og bendir á systur mína "Þetta er Gagga hæ" síðan bendir hann á mömmu sína og segir "Þetta er mamma " og svo að lokum bendir hann á mig og segir "Þetta er pabbi"

06 júní 2006

Maður kemst að ýmsu þegar að maður talar við fólk
























Ég var að tala við ónefndan einstakling á msn-inu i dag og komumst við að því að það er þrennt sem að fer ekki saman og fólk sem að styður þessa aðila ætti að athuga sinn gang. Það er þessi þrenning sem að við köllum röndótta syndromið. Það er að halda með Schumaker i formúlu 1, KR í landsbankadeild karla og Man utd í ensku úrvalsdeildinni.

24 maí 2006

Noo - noo




Við fórum fyrir um viku síðan í Baby Sam og keyptum Noo - noo handa Kristófer Óla. En það er ryksugan í stubbunum fyrir þá sem ekki vita. Hann hefur ekki sleppt henni síðan. Hann fer með hana út um allt. Einn morguninn tók hann hana með sér við matarborðið og gaf henni að borða. Reyndar ætlaði hann að láta hana ryksuga skyrið upp eins og hún gerir í þáttunum.

16 maí 2006

Aka tidit



Grafan er týnt (aka tídit), er það fyrsta sem að Kristófer Óli segir alltaf þegar að hann vaknar á morgnanna. Þegar að hann er svo að fara að sofa á kvöldin þá fer hann yfir allan orðaforðann sinn og eru þá allir tídit. Afi, amma, mamma, pabbi, gagga, br br (bílarnir), stadó (strætó) og svo mætti lengi telja.

Hann tekur svo alla bílana sína og rennir þeim undir skemilinn sem að er fyrir framan sjónvarpið og þegar maður spyr hvar bílarnir séu þá segir hann að þeir séu tídit. Hann hjálpar mér svo að lyfta skemlinum og sækir bílana og rennir þeim svo undir aftur.

24 febrúar 2006

Vinna vinna og aftur vinna




Það er búið að vera allveg brjálað að gera í nýju vinnunni bæði við að rífa af, smíða, þrífa, sníða og bera á húsgögn. Fengum það verkefni að laga tvo þriggja sæta sófa og þrjá stóla fyrir seðlabankann. ætli það séu ekki sófar frá Davíð, því að þeir eru þar sem að Davíð er. Gátum ekki sett sófana í lyftuna þannig að við urðum að bera þá niður stigann frá fimmtu hæð og niður á jarðhæð. Það er í sjálfu sér ekkert stórmál. Það verður erfiðara að þurfa að bera þá upp aftur og var manni fariða ð kvíða meira fyrir því en að þurfa að bera þá niður. Síðan hef ég verið að smíða stóla frá grunni, sem að á svo eftir að klæða og bólstra.

13 febrúar 2006

Skíðastökk og flutningur að heiman

Kristófer var nývaknaður og móðir hans hélt á honum fram. Það var kveikt á sjónvarpinu og það var verið að sýna frá skíðastökki. Hann sá einhvern rauðhærðan skíðastökkvara og fyrsta sem hann sagði þegar að hann sá hann var dada, dada (pabbi, pabbbi).

Kristófer var að skoða blöðin hér frammi í stofu. Hann var reyndar að skoða fasteignablaðið. Þannig að nú styttist að hann flytji að heiman. Reyndar ætlar hann ekki að fara langt, hann var að skoða fasteignir í Furugrund.

10 febrúar 2006

Eyrnabólga enn og aftur.

Kristófer vaknaði í morgun þokkalega hress eftir svolítið erfiða nótt. Ákváðum að mæla hann áður en við færum af stað. Þá kom það í ljós að hann var með 39 stiga hita. Ég var því heima fyrir hádegi. Hann var rellinn og lystarlaus en það lagaðist svo eftir að hann fékk stíl. Mamma kom svo og var hjá honum og ég fór í vinnunna. Við fórum svo með hann til læknis um kvöldið og þá kom það í ljós að hann er kominn með roða í hægra eyrað en vökvinn er farinn úr vinstra eyranu. Við þurfum svo að gefa honum sýklalyf í 10 daga og halda honum inni fram yfir helgi. Það gæti reynst erfitt þar sem að hann vill helst vera úti öllum stundum.

07 febrúar 2006

Bilaviðgerðir


Byrjaði daginn á því að keyra Kristófer til dagmömmunnar og svo keyrði ég Lilju í vinnunna. Þegar því var lokið þá fór ég með bílinn í viðgerð. Hann fékk endurskoðun vegna þess að var farið að ískra í bremsunum. Ljósið fyrir loftpúðann logar í mælaborðinu, þó að það sé lagi með hann, og ætla ég að skoða það áður en ég fer með hann í endurskoðun. Fór með hann upp í Max 1 bílavaktina. Það kom svo í ljós að diskarnir voru einnig farnir og þurfti því að skipta um þá líka. Öll þessi herlegheit kostuðu um 25.000. Það er orðið spurning um það hvort að maður leggi bílnum og fari að hjóla í staðinn.

05 febrúar 2006

Ungbarnasund og gönguferðir


Við fórum svo í sund á fimmtudaginn, í ungbarnasundið. Kristófer Óli er enn hræddur við kútana en finnst ekkert mál að hoppa út í. Við gerðum það reyndar tvisvar svo gaman var það.

Kristófer Óli er svo farinn að kanna heiminn. Hann vill ekki fara inn, heldur vill hann ganga hér um nágrennið og skoða bílana og fuglana. Þetta á hug hans allan og segir hann brr brr brr og ba ba og gengur her um allt. Þegar hann á svo að fara inn þá orgar hann bara og það reynist erfitt að fá hann inn, hann gæti þess vegna viljað vera úti alla nóttina.

Ný vinna


Jæja þá var síðasti vinnudagurinn hjá mér hjá 66° norður á þriðjudaginn 31-01-06. Ég mætti svo í nýju vinnuna á miðvikudeginum, en það er hjá tengdapabba sem að er húsgagnabólstrari. Áætlunin er sú að fara á samning hjá honum og fara svo í iðnskólann í haust. Þetta lofar góðu og finnst mér gaman að fá að vinna loksins með eitthvað í höndunum og sjá hverning að maður getur breytt gömlum illa förnum húsgögnum í ný.

19 janúar 2006

Fyrsta færslan á nýju ári.


Þá er komið að fyrstu færslunni á nýju ári. Það var reyndar ekki staðið við það að vera duglegur að skrifa. En það verður bætt úr því.

Það hefur reyndar ekkert mikið spennandi gerst það sem er af árinu. Nema það að við erum byrjuð aftur í ungbarnasundinu og erum við á fimmtudagskvoldum kl 18:30. Það gengur vel hjá KÓS, nema það að hann er enn hræddur við kútana og ætlum við að bæta úr því með því að fara með hann í sund um helgar og reyna að venja hann á kúta.

Svo erum við búin að kára næstum því eldhúsinnréttinguna og erum loksins komin með baðinnréttingu. Við höfum ekki haft neina baðinnréttingu frá því að við fluttum hér inn í maí 2005. Þetta var allt gert með hjálp tengdapabba en hann smíðaði alla fronta á eldhúsinnréttinguna og hurðir, þar sem að vantaði upp á. Svo smíðaði hann baðinnréttinguna fyrir okkur. Mikill handleiksmaður þar á ferð og á hann heiður skilið fyrir alla þá hjálp sem að hann hefur veitt okkur með þetta.

Núna loksins getum við þvegið okkur um hendurnar inn á baði.