16 maí 2006

Aka tidit



Grafan er týnt (aka tídit), er það fyrsta sem að Kristófer Óli segir alltaf þegar að hann vaknar á morgnanna. Þegar að hann er svo að fara að sofa á kvöldin þá fer hann yfir allan orðaforðann sinn og eru þá allir tídit. Afi, amma, mamma, pabbi, gagga, br br (bílarnir), stadó (strætó) og svo mætti lengi telja.

Hann tekur svo alla bílana sína og rennir þeim undir skemilinn sem að er fyrir framan sjónvarpið og þegar maður spyr hvar bílarnir séu þá segir hann að þeir séu tídit. Hann hjálpar mér svo að lyfta skemlinum og sækir bílana og rennir þeim svo undir aftur.

Engin ummæli: