13 febrúar 2006

Skíðastökk og flutningur að heiman

Kristófer var nývaknaður og móðir hans hélt á honum fram. Það var kveikt á sjónvarpinu og það var verið að sýna frá skíðastökki. Hann sá einhvern rauðhærðan skíðastökkvara og fyrsta sem hann sagði þegar að hann sá hann var dada, dada (pabbi, pabbbi).

Kristófer var að skoða blöðin hér frammi í stofu. Hann var reyndar að skoða fasteignablaðið. Þannig að nú styttist að hann flytji að heiman. Reyndar ætlar hann ekki að fara langt, hann var að skoða fasteignir í Furugrund.

Engin ummæli: