24 febrúar 2006

Vinna vinna og aftur vinna




Það er búið að vera allveg brjálað að gera í nýju vinnunni bæði við að rífa af, smíða, þrífa, sníða og bera á húsgögn. Fengum það verkefni að laga tvo þriggja sæta sófa og þrjá stóla fyrir seðlabankann. ætli það séu ekki sófar frá Davíð, því að þeir eru þar sem að Davíð er. Gátum ekki sett sófana í lyftuna þannig að við urðum að bera þá niður stigann frá fimmtu hæð og niður á jarðhæð. Það er í sjálfu sér ekkert stórmál. Það verður erfiðara að þurfa að bera þá upp aftur og var manni fariða ð kvíða meira fyrir því en að þurfa að bera þá niður. Síðan hef ég verið að smíða stóla frá grunni, sem að á svo eftir að klæða og bólstra.

Engin ummæli: