
Byrjaði daginn á því að keyra Kristófer til dagmömmunnar og svo keyrði ég Lilju í vinnunna. Þegar því var lokið þá fór ég með bílinn í viðgerð. Hann fékk endurskoðun vegna þess að var farið að ískra í bremsunum. Ljósið fyrir loftpúðann logar í mælaborðinu, þó að það sé lagi með hann, og ætla ég að skoða það áður en ég fer með hann í endurskoðun. Fór með hann upp í Max 1 bílavaktina. Það kom svo í ljós að diskarnir voru einnig farnir og þurfti því að skipta um þá líka. Öll þessi herlegheit kostuðu um 25.000. Það er orðið spurning um það hvort að maður leggi bílnum og fari að hjóla í staðinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli