10 febrúar 2006
Eyrnabólga enn og aftur.
Kristófer vaknaði í morgun þokkalega hress eftir svolítið erfiða nótt. Ákváðum að mæla hann áður en við færum af stað. Þá kom það í ljós að hann var með 39 stiga hita. Ég var því heima fyrir hádegi. Hann var rellinn og lystarlaus en það lagaðist svo eftir að hann fékk stíl. Mamma kom svo og var hjá honum og ég fór í vinnunna. Við fórum svo með hann til læknis um kvöldið og þá kom það í ljós að hann er kominn með roða í hægra eyrað en vökvinn er farinn úr vinstra eyranu. Við þurfum svo að gefa honum sýklalyf í 10 daga og halda honum inni fram yfir helgi. Það gæti reynst erfitt þar sem að hann vill helst vera úti öllum stundum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vonndi fer litla karlinum að líða betur.
Skrifa ummæli