
Við fórum svo í sund á fimmtudaginn, í ungbarnasundið. Kristófer Óli er enn hræddur við kútana en finnst ekkert mál að hoppa út í. Við gerðum það reyndar tvisvar svo gaman var það.
Kristófer Óli er svo farinn að kanna heiminn. Hann vill ekki fara inn, heldur vill hann ganga hér um nágrennið og skoða bílana og fuglana. Þetta á hug hans allan og segir hann brr brr brr og ba ba og gengur her um allt. Þegar hann á svo að fara inn þá orgar hann bara og það reynist erfitt að fá hann inn, hann gæti þess vegna viljað vera úti alla nóttina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli