
Jæja þá var síðasti vinnudagurinn hjá mér hjá 66° norður á þriðjudaginn 31-01-06. Ég mætti svo í nýju vinnuna á miðvikudeginum, en það er hjá tengdapabba sem að er húsgagnabólstrari. Áætlunin er sú að fara á samning hjá honum og fara svo í iðnskólann í haust. Þetta lofar góðu og finnst mér gaman að fá að vinna loksins með eitthvað í höndunum og sjá hverning að maður getur breytt gömlum illa förnum húsgögnum í ný.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli