Fórum út að hlaupa eins og þetta blogg er greinilega farið að ganga út á. Reyndar er þetta greinilega eina sem að maður man þegar maður skrifar ekki reglulega. Hlupum í fossvoginum og hlupum lengri hringinn eða um 5 km.
Hlaup dagsins: 5 km á 28 mín.31 maí 2007
29 maí 2007
Þriðjudagshlaup
Fórum út að hlaupa á þriðjudaginn eins og vant er. Hlupum í suðurhlíðum kópavogs og upp tröppurnar hjá HK heimilinu. Það er greinilega vinsælt að hlaupa upp tröppurnar þar því að þegar við komum þangað var annar hópur að hlaupa þar upp.
Hlaup dagsins: 5 km á 28 mín.28 maí 2007
Líkamsrækt
27 maí 2007
Langur hlaupadagur
Ég og systir ákváðum að hafa sunnudaga langa hlaupadaga. Þannig að á sunnudaginn fyrir um viku síðan þá hlupum við frá kjarrhólmanum og alla leið til hafnarfjarðar. Þessi leið reiknast okkur vera um 12,5 km og tók það okkur um 1 klst og 17 mín. Það kom mér áóvart hversu langt maður getur hlaupið eftir aðeins 2 mánaða æfingar.
Hlaup dagsins: 12,5 km 1:17:00 í hafnarfjörð.25 maí 2007
Vinnan göfgar manninn
Það var nóg að gera í vinnunni í dag. Við vorum að fá einn 40 feta gám sem að við fórum í að merkja upp og reyna að kom vörunum fyrir. Það gengur frekar erfiðlega þar sem að nýja lagerplássið er ekki alveg tilbúið. það er eftir að setja fleiri rekka þar og eins vantar okkur lyftara. Það er reyndar verið að athuga þau mál með lyftarann.
Hlaup dagsins: 39 mín á 5km.
24 maí 2007
Tröppuhlaup
Fórum út að hlaupa þriðjudaginn og var tekinn hringur úr kópavoginum og svo upp í seljahverfi og svo inn í kópavog og hlupum við í suðurhlíðum kópavogs og upp tröppurnar hjá HK heimilinu. Teknar voru bútar og hlupum við fyrst hverja tröppu þrjá búta og svo niður aftur og svo aðra hverja upp aftur. Síðan var tekin næsti bútur og hann hlaupinn eins og svo var tekinn næsti bútur og hlaupinn hver trappa. Svo að lokum þá hlupum við heim. Þetta tók um 30 mín.
Hlaup dagsins: 30 mín. 5km20 maí 2007
Amma Ólöf er vinkona mín.
17 maí 2007
Hlaup upp í árbæ
Fórum að hlaupa í dag eins og planið gerði ráð fyrir og stækkuðum hringinn okkar. Reyndar var það elliðaárdalshringurinn og fórum við áfram upp í árbæ. Mamma og pabbi komu og pössuðu KÓS á meðan að ég og systir fórum. Hann kom með þá sögu að frænka hans væri að koma á mótorhjólinu sínu og væri það rautt.(hún á ekkert mótorhjól). og væri hún með rauðan hjálm. Einnig ætti hann líka mótorhjól niður í geymslu og væri það líka rautt eins og hennar og væri þau bæði þar. Hann ætti svo brúnan hjálm.
Hlaup dagsins. 8,5 km á 52 mín
16 maí 2007
Hjólatúr og hlaup
Hlaup dagsins: Fossvogurinn víkingsheimilið 30 mín.
13 maí 2007
Hlaup og Ikea ferð.
Við fjölskyldan fórum svó í smá Ikea ferð til að kaupa tjald en það var reyndar búið. ætluðaum svo að fara eitthvað meira en litli karlinn han KÓS var eitthvað slappur þannig að við fórum í heimsókn til ömmu og afa. Við fórum svo heim og mældum hann og reyndist hann vera með 38,7 stiga hita.
Hlaup dagsins: 37:40 elliðaárdalurinn.