24 febrúar 2006

Vinna vinna og aftur vinna




Það er búið að vera allveg brjálað að gera í nýju vinnunni bæði við að rífa af, smíða, þrífa, sníða og bera á húsgögn. Fengum það verkefni að laga tvo þriggja sæta sófa og þrjá stóla fyrir seðlabankann. ætli það séu ekki sófar frá Davíð, því að þeir eru þar sem að Davíð er. Gátum ekki sett sófana í lyftuna þannig að við urðum að bera þá niður stigann frá fimmtu hæð og niður á jarðhæð. Það er í sjálfu sér ekkert stórmál. Það verður erfiðara að þurfa að bera þá upp aftur og var manni fariða ð kvíða meira fyrir því en að þurfa að bera þá niður. Síðan hef ég verið að smíða stóla frá grunni, sem að á svo eftir að klæða og bólstra.

13 febrúar 2006

Skíðastökk og flutningur að heiman

Kristófer var nývaknaður og móðir hans hélt á honum fram. Það var kveikt á sjónvarpinu og það var verið að sýna frá skíðastökki. Hann sá einhvern rauðhærðan skíðastökkvara og fyrsta sem hann sagði þegar að hann sá hann var dada, dada (pabbi, pabbbi).

Kristófer var að skoða blöðin hér frammi í stofu. Hann var reyndar að skoða fasteignablaðið. Þannig að nú styttist að hann flytji að heiman. Reyndar ætlar hann ekki að fara langt, hann var að skoða fasteignir í Furugrund.

10 febrúar 2006

Eyrnabólga enn og aftur.

Kristófer vaknaði í morgun þokkalega hress eftir svolítið erfiða nótt. Ákváðum að mæla hann áður en við færum af stað. Þá kom það í ljós að hann var með 39 stiga hita. Ég var því heima fyrir hádegi. Hann var rellinn og lystarlaus en það lagaðist svo eftir að hann fékk stíl. Mamma kom svo og var hjá honum og ég fór í vinnunna. Við fórum svo með hann til læknis um kvöldið og þá kom það í ljós að hann er kominn með roða í hægra eyrað en vökvinn er farinn úr vinstra eyranu. Við þurfum svo að gefa honum sýklalyf í 10 daga og halda honum inni fram yfir helgi. Það gæti reynst erfitt þar sem að hann vill helst vera úti öllum stundum.

07 febrúar 2006

Bilaviðgerðir


Byrjaði daginn á því að keyra Kristófer til dagmömmunnar og svo keyrði ég Lilju í vinnunna. Þegar því var lokið þá fór ég með bílinn í viðgerð. Hann fékk endurskoðun vegna þess að var farið að ískra í bremsunum. Ljósið fyrir loftpúðann logar í mælaborðinu, þó að það sé lagi með hann, og ætla ég að skoða það áður en ég fer með hann í endurskoðun. Fór með hann upp í Max 1 bílavaktina. Það kom svo í ljós að diskarnir voru einnig farnir og þurfti því að skipta um þá líka. Öll þessi herlegheit kostuðu um 25.000. Það er orðið spurning um það hvort að maður leggi bílnum og fari að hjóla í staðinn.

05 febrúar 2006

Ungbarnasund og gönguferðir


Við fórum svo í sund á fimmtudaginn, í ungbarnasundið. Kristófer Óli er enn hræddur við kútana en finnst ekkert mál að hoppa út í. Við gerðum það reyndar tvisvar svo gaman var það.

Kristófer Óli er svo farinn að kanna heiminn. Hann vill ekki fara inn, heldur vill hann ganga hér um nágrennið og skoða bílana og fuglana. Þetta á hug hans allan og segir hann brr brr brr og ba ba og gengur her um allt. Þegar hann á svo að fara inn þá orgar hann bara og það reynist erfitt að fá hann inn, hann gæti þess vegna viljað vera úti alla nóttina.

Ný vinna


Jæja þá var síðasti vinnudagurinn hjá mér hjá 66° norður á þriðjudaginn 31-01-06. Ég mætti svo í nýju vinnuna á miðvikudeginum, en það er hjá tengdapabba sem að er húsgagnabólstrari. Áætlunin er sú að fara á samning hjá honum og fara svo í iðnskólann í haust. Þetta lofar góðu og finnst mér gaman að fá að vinna loksins með eitthvað í höndunum og sjá hverning að maður getur breytt gömlum illa förnum húsgögnum í ný.