09 mars 2007

Sagan endalausa.

Sonurinn sagði mér sögu af mömmu sinni fyrr í vetur og var hún þannig að hún kom og sótti hann í leikskólann og þegar að þau fóru í bílinn og lögðu af stað þá var smá snjór á götunum og smá hálka og hún spólaði af stað þá sagði hann "Mamma spóla á renaultinum". Hann er alltaf að bæta smá við þessa sögu. Hún var orðin þannig að "Mamma spóla mikið á renaultinum" . Og nýjasta útgáfan er að "Mamma spóla mikið á renaultinum og vatnið fóir út um allt". Greinilega efni í góðan rithöfund hér á ferð.

Engin ummæli: