24 febrúar 2007

Slysó




Ég þurfti að fara á slysó að láta athuga með augað í mér. Ég og einkasonurinn vorum að slást í gærmorgunn og hann potaði í augað á mér. Ég var að drepast allan gærdaginn og aðfaranótt laugadagsins líka þannig að í morgunn um 9 ákvað ég að fara upp á slysó. Þar var eitt par á undan mér þegar að ég kom og svo komu um fjórir á eftir mér. Það var hleypt inn eftir hversu milið fólk er slasað og fór ég inn síðastur greinilega ekki nógu mikið slasaður eins og hinir eða ekki nógu frægur. Jón Gnarr var einn af þessum fjórum. Það kom út úr skoðuninni að það var ekkert að auganu, kannski smá rispa á hornhimnunni. Setti deyfilyf í augað og litarefni til að skoða það og fékk ég svo krem til að setja í augað. Þegar að ég kom svo heim þá var sonurinn allveg með það á hreinu hvað læknirinn hafði sagt við mig. "Þú illt í auganu þú fara heim og setja krem í augað". Greinilega með allt á hreinu. Hefði kannski bara átt að tala við hann og sleppt því að fara upp á slysó.

Engin ummæli: