29 mars 2007

Hlaup

Fór út að hlaupa eftir vinnu eða um 18:45. Fór nýja göngustíginn og hljóp fram hjá víkingsvellinum og niður í fossvog. Hélt áfram og fór aðeins lengra en á móts við snæland, fór svo til vinstri og yfir brú og fór svo kópavogsmegin til baka fram hjá snælandi og svo göngustíginn heim. Þessi ferð tók um 27 mín og var maður þreyttur þegar að þessu var lokið.

Reyndar ekki eins þreyttur og orkulaus eins og maður var á þriðjudaginn þegar að ég fór með systur að hlaupa. Reyndar var sú leið erfiðari meira um brekkur enda hlupum við í suðurhlíðum kópavogs.

Engin ummæli: