12 mars 2007

Ekki fá nýja bleyju.

Ég fór og sótti einkasoninn í leikskólann í dag. Það fyrsta sem að hann sagði við mig þegar að ég kom var "Pabbi ég ekki fá nýja bleyju ég ekki búinn að kúka". Við lentum nefnilega í því í síðustu viku þegar að ég sótti hann að hann var búinn að kúka og það var ekki búið að skipta á honum þegar að ég kom þannig að ég varð að fara með hann inn á klósett í leikskólanum og skipta á honum áður en við fórum að sækja mömmu hans.

Engin ummæli: