10 apríl 2007

Byko, Esso og bakaríið.

Ég og einkasonurinn fórum í Byko til að kaupa batterí í úrið mitt. Fékk hann að fara á hjólinu sínu vegna þess að bíllinn hans með gula þakinu var þreyttur eftir mikinn akstur gærdagsins.

Batteríin voru ekki til í Byko þannig að við fórum á Esso bensínstöðina til að athuga hvort þau væru til þar. Það þurfti reyndar að beita eikasyninum smá fortölum og plati til að fá hann út úr Byko vegna þess að kerrubíllinn sem að var við inn/útganginn vakti mikla athygli hjá honum og vildi hann endilega fá að keyra hann. Við fórum svo eins og áður var sagt á Esso bensínstöðina og voru þau til þar. Hann sat á hjólinu sínu og fekk hann að skoða nokkra bíla sem að voru til þar.

Við fórum svo upp í bakarí að kaupa brauð, snúð og kringlur. Hann sagði á leiðinni að hann ætlaði að fara með súkkulaðisnúð til mömmu en hún yrði að borða fyrst brauð, síðan snúð. Þá sagði ég við hann að hann yrði líka borða fyrst brauð, síðan snúð. "Nei sagði hann fyrst snúð, síðan brauð" og rifumst við um það nánast alla leiðina heim en hann samþykkti það svo að lokum að hann ætlaði að borða fyrst brauð, síðan snúð.

Hlaup dagsins: Fór svo með Möggu systur út að hlaupa um 17:30 og hlupum við 4,5 km hringinn okkar og bættum tímann úr 27:30 Í 24:45. Þannig að maður er farinn að komast í aðeins betra form.

Engin ummæli: