17 febrúar 2007

Eggið að kenna hænunni??

Fórum í sund á fimmtudaginn, sem er kannski ekki í frásögu færandi, en. Ég tók einkasoninn með mér í klefann og þegar við vorum búnir í sundi fórum við í sturtu. Í sturtunni var bali sem að hann var voða spenntur fyrir að láta renna í og fara svo í hann. Hann var reyndar búinn að láta renna í hann og fara í hann áður en við fórum ofan í. Jæja höldum áfram með frásögnina. Hann vildi láta renna aftur í hann og klæddi ég hann svo úr sundskýlunni og vildi hann þá fara að pissa í klósettið. Við fórum á klósettið og þegar að við komum til baka þá var eldri stelpa en hann búin að taka balann og ætlaði að láta renna í hann. Þá tók minn sig til og hljóp til stelpunnar og sagði við hana "Ég var með balann ég á hann" og reif balann af henni og hljóp svo með hann til min þar sem að við höfðum verið í sturtu og lét renna í hann og settist svo í hann að lokum. Ákveðinn ungur maður á ferð, ó já ekki hægt að segja annað. Lætur sko ekki vaða yfir sig enda sporðdreki.

Engin ummæli: