Fór á vegum vinnunnar út í Leifsstöð. Við lögðum af stað um 08:00 og vorum komnir um 08:30. Þá þurftum við að vara til öryggisvarðanna og fá dagspassa. Svo þurftum við að fara í gegnum vopnaleitina. Tókum svo lyftuna niður þar sem að farangur vélanna er sendur út í vélarnar. Þar fyrir utan stóð þessi 40 feta gámur sem að við vorum að tæma og var hann með 84 stólum sem að áttu að fara í nýju bygginguna. Við máttum ekki fara út nema að vera í vestum og svo þurftum við að passa allt lauslegt rusl þannig að það myndi ekki fjúkja frá okkur, því það gæti lent í hreyflum flugvélanna.
Reyndar var þetta eins og í fornöld þessi vinnubrögð vegna þess að við þurftum að draga vagnana með handafli á eftir okkur. Þetta eru vagnar eins og þeir nota undir ferðatöskurnar. Síðan þurftum við að draga hann inn, upp í lyftuna og svo inn á gólf og setja síðan kassana inn á gólfið á annarri hæð eftir því hvar þeir ættu að vera. Við gátum bara tekið 9 stóla í hverri ferð þannig að þetta urðu um 10 ferðir.
Svo eftir matinn þá fór ég að laga plaststóla sem að voru hjá kaffitári en allar seturnar voru lausar.
Lögðum svo af stað í bæinn um 14:30 og vorum komnir um 15:00
11 apríl 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli