Fór út að hlaupa eftir vinnu eða um 18:45. Fór nýja göngustíginn og hljóp fram hjá víkingsvellinum og niður í fossvog. Hélt áfram og fór aðeins lengra en á móts við snæland, fór svo til vinstri og yfir brú og fór svo kópavogsmegin til baka fram hjá snælandi og svo göngustíginn heim. Þessi ferð tók um 27 mín og var maður þreyttur þegar að þessu var lokið.
Reyndar ekki eins þreyttur og orkulaus eins og maður var á þriðjudaginn þegar að ég fór með systur að hlaupa. Reyndar var sú leið erfiðari meira um brekkur enda hlupum við í suðurhlíðum kópavogs.
29 mars 2007
12 mars 2007
Ekki fá nýja bleyju.
Ég fór og sótti einkasoninn í leikskólann í dag. Það fyrsta sem að hann sagði við mig þegar að ég kom var "Pabbi ég ekki fá nýja bleyju ég ekki búinn að kúka". Við lentum nefnilega í því í síðustu viku þegar að ég sótti hann að hann var búinn að kúka og það var ekki búið að skipta á honum þegar að ég kom þannig að ég varð að fara með hann inn á klósett í leikskólanum og skipta á honum áður en við fórum að sækja mömmu hans.
09 mars 2007
Þreyttur.
Fórum til mömmu og pabba í heimsókn og varð erfðaprinsinn eftir þegar að ég fór að skutla konunni minni til vinkonu sinnar. Þegar að ég kom til baka var litli karlinn orðinn svolítið þreyttur og vælinn og fórum við flótlega heim til okkar enda klukkan langt gengin í tíu. Hann sofnaði svo fljótlega eftir að við vorum komnir heim enda lang komið framk yfir háttatíma hans.
Sagan endalausa.
Sonurinn sagði mér sögu af mömmu sinni fyrr í vetur og var hún þannig að hún kom og sótti hann í leikskólann og þegar að þau fóru í bílinn og lögðu af stað þá var smá snjór á götunum og smá hálka og hún spólaði af stað þá sagði hann "Mamma spóla á renaultinum". Hann er alltaf að bæta smá við þessa sögu. Hún var orðin þannig að "Mamma spóla mikið á renaultinum" . Og nýjasta útgáfan er að "Mamma spóla mikið á renaultinum og vatnið fóir út um allt". Greinilega efni í góðan rithöfund hér á ferð.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)