24 febrúar 2007

Slysó




Ég þurfti að fara á slysó að láta athuga með augað í mér. Ég og einkasonurinn vorum að slást í gærmorgunn og hann potaði í augað á mér. Ég var að drepast allan gærdaginn og aðfaranótt laugadagsins líka þannig að í morgunn um 9 ákvað ég að fara upp á slysó. Þar var eitt par á undan mér þegar að ég kom og svo komu um fjórir á eftir mér. Það var hleypt inn eftir hversu milið fólk er slasað og fór ég inn síðastur greinilega ekki nógu mikið slasaður eins og hinir eða ekki nógu frægur. Jón Gnarr var einn af þessum fjórum. Það kom út úr skoðuninni að það var ekkert að auganu, kannski smá rispa á hornhimnunni. Setti deyfilyf í augað og litarefni til að skoða það og fékk ég svo krem til að setja í augað. Þegar að ég kom svo heim þá var sonurinn allveg með það á hreinu hvað læknirinn hafði sagt við mig. "Þú illt í auganu þú fara heim og setja krem í augað". Greinilega með allt á hreinu. Hefði kannski bara átt að tala við hann og sleppt því að fara upp á slysó.

22 febrúar 2007

Pizza, ís og hlaupbangsar.

Ég spurði einkasoninn í dag þegar að kom heim hvað hann ætlaði að fá sér á nammidaginn. Sá stutti var ekki seinn á svari "Pizzu, ís og hlaupbangsa"

17 febrúar 2007

Eggið að kenna hænunni??

Fórum í sund á fimmtudaginn, sem er kannski ekki í frásögu færandi, en. Ég tók einkasoninn með mér í klefann og þegar við vorum búnir í sundi fórum við í sturtu. Í sturtunni var bali sem að hann var voða spenntur fyrir að láta renna í og fara svo í hann. Hann var reyndar búinn að láta renna í hann og fara í hann áður en við fórum ofan í. Jæja höldum áfram með frásögnina. Hann vildi láta renna aftur í hann og klæddi ég hann svo úr sundskýlunni og vildi hann þá fara að pissa í klósettið. Við fórum á klósettið og þegar að við komum til baka þá var eldri stelpa en hann búin að taka balann og ætlaði að láta renna í hann. Þá tók minn sig til og hljóp til stelpunnar og sagði við hana "Ég var með balann ég á hann" og reif balann af henni og hljóp svo með hann til min þar sem að við höfðum verið í sturtu og lét renna í hann og settist svo í hann að lokum. Ákveðinn ungur maður á ferð, ó já ekki hægt að segja annað. Lætur sko ekki vaða yfir sig enda sporðdreki.

16 febrúar 2007

Húsgögn





Það er alltaf nóg að gera í vinnunni og skemmtilegast er þegar að maður fær húsgögn sem að eru öðruvísi en maður á að venjast. Eins og stóll sem að við erum með og heitir F598 og er eftir franskan hönnuð sem að heitir Pierre Paulin og er hann hannaður 1973. Vorum einnig með annann um daginn sem að heitir ekstrem.

Skoppa og Skrítla

Fórum og sóttum mömmu í vinnuna ég og KÓS. Á leiðinni heim sagðist ég ætla að stoppa og hringja í afa . Þá sagði KÓS " Skoppa og Skrítla. " Nei" sagði ég "stoppa og hringja". "Nei, Skoppa og Skrítla" sagði KÓS