29 apríl 2007

Hlaup

Hlaup dagsins: 24:30

27 apríl 2007

Hlaup

Hlaup dagsins: Elliðaárdalurinn 41:20

25 apríl 2007

Hlaup

Hlaup dagsins : 27:45

Hlaup

Hlaup dagsins : 27:45

22 apríl 2007

Hlaup

Hlaup Dagsins: 30 mín

21 apríl 2007

Brotni sparibaukurinn.

Kristófer Óla tókst loksins að brjóta bláa sparigrísinn sinn í dag. Var hann upp á leðurkollinum okkar sem að er fyrir framan sjónvarpið, og var Kristófer að príla upp á hann og rak sig í grísinn sem að var þar og datt hann í gólfið og brotnaði. Hann fór reyndar ekki í þúsund mola, heldur bara fjóra og þar sem að grísinn var nánast fullur, þá fóru peningarnir út um allt gólf.

Hann fór ekkert að gráta yfir þessum hörmungum heldur var hann að leika sér að því að dreifa peningunum út um allt gólf. Reyndi ég að plata hann með því að hjálpa mér að taka þá upp. Og ef að hann yrði duglegur þá fengi hann smá súkkli (súkkulaði) í verðlaun. Hann byrjaði að hjálpa mér smá en fann sér svo alltaf eitthvað annað að gera og þurfti ég að reyna að plata hann stöðugt með súkklinu. Svo kom hann með það svar að hann væri að fara að vinna og ætlaði að fara á renaultinum og fór í skóna mína og ég ætti að vera heima og taka upp peningana.

Stuttu seinna var hann svo kominn heim úr vinnunni á renaultinum og byrjaði að hjálpa mér aftur. En svo þurfti hann að fara í vinnuna aftur og að lokum var ég búinn að taka alla peningana upp með glopóttri hjáp sonarins. Þess skal reyndar getið að hann plataði pabba sinn til að fá smá súkkli.

17 apríl 2007

Flutningar.

Dagurinn í dag fór að öllu leyti að flytja gamla lagerinn frá Skúlagötu og niður í Faxafen og var maður Svolítið þreyttur eftir daginn. Maður lét það seamt ekki stoppa sig á því að hjóla heim og fara svo út að skokka með systur um 20:00

Hlaup dagsins: 4,5 km og var takmarkið að bæta tímann og það tókst og hlupum við hringinn á 23:31.

12 apríl 2007

Vinna, skóli og hlaup

Mætti í vinnuna í dag eins og aðra daga. Fór svo um tvö leytið niður í epal að hjálpa þeim að tæma 4 gáma og reikna ég méð því að vera þar næstu daga ef ekki vikur.

Hlaup dagsins: Fór að hlaupa með systur og fórum við hringinn okkar og tók hann aðeins lengri tíma vegna leiðilegs mótvinds eða um 27 mín.

11 apríl 2007

Leifsstöð

Fór á vegum vinnunnar út í Leifsstöð. Við lögðum af stað um 08:00 og vorum komnir um 08:30. Þá þurftum við að vara til öryggisvarðanna og fá dagspassa. Svo þurftum við að fara í gegnum vopnaleitina. Tókum svo lyftuna niður þar sem að farangur vélanna er sendur út í vélarnar. Þar fyrir utan stóð þessi 40 feta gámur sem að við vorum að tæma og var hann með 84 stólum sem að áttu að fara í nýju bygginguna. Við máttum ekki fara út nema að vera í vestum og svo þurftum við að passa allt lauslegt rusl þannig að það myndi ekki fjúkja frá okkur, því það gæti lent í hreyflum flugvélanna.

Reyndar var þetta eins og í fornöld þessi vinnubrögð vegna þess að við þurftum að draga vagnana með handafli á eftir okkur. Þetta eru vagnar eins og þeir nota undir ferðatöskurnar. Síðan þurftum við að draga hann inn, upp í lyftuna og svo inn á gólf og setja síðan kassana inn á gólfið á annarri hæð eftir því hvar þeir ættu að vera. Við gátum bara tekið 9 stóla í hverri ferð þannig að þetta urðu um 10 ferðir.

Svo eftir matinn þá fór ég að laga plaststóla sem að voru hjá kaffitári en allar seturnar voru lausar.

Lögðum svo af stað í bæinn um 14:30 og vorum komnir um 15:00

10 apríl 2007

Byko, Esso og bakaríið.

Ég og einkasonurinn fórum í Byko til að kaupa batterí í úrið mitt. Fékk hann að fara á hjólinu sínu vegna þess að bíllinn hans með gula þakinu var þreyttur eftir mikinn akstur gærdagsins.

Batteríin voru ekki til í Byko þannig að við fórum á Esso bensínstöðina til að athuga hvort þau væru til þar. Það þurfti reyndar að beita eikasyninum smá fortölum og plati til að fá hann út úr Byko vegna þess að kerrubíllinn sem að var við inn/útganginn vakti mikla athygli hjá honum og vildi hann endilega fá að keyra hann. Við fórum svo eins og áður var sagt á Esso bensínstöðina og voru þau til þar. Hann sat á hjólinu sínu og fekk hann að skoða nokkra bíla sem að voru til þar.

Við fórum svo upp í bakarí að kaupa brauð, snúð og kringlur. Hann sagði á leiðinni að hann ætlaði að fara með súkkulaðisnúð til mömmu en hún yrði að borða fyrst brauð, síðan snúð. Þá sagði ég við hann að hann yrði líka borða fyrst brauð, síðan snúð. "Nei sagði hann fyrst snúð, síðan brauð" og rifumst við um það nánast alla leiðina heim en hann samþykkti það svo að lokum að hann ætlaði að borða fyrst brauð, síðan snúð.

Hlaup dagsins: Fór svo með Möggu systur út að hlaupa um 17:30 og hlupum við 4,5 km hringinn okkar og bættum tímann úr 27:30 Í 24:45. Þannig að maður er farinn að komast í aðeins betra form.