14 desember 2005

Fyrsta færslan



Þessi dagur byrjaði eins og allir aðrir morgnar. Ég (Siggi) og Kristófer vöknuðum og forum fram. Þar fengum við okkur nýja bleyju og hrein föt. Svo fengum við okkur morgunmat. Lilja (mamma) fór fyrr í vinnuna, þannig að ég fór með KÓS til dagmömmunnar. Síðan fór ég í vinnuna og reiknaði með að vera að vinna til 21:00.

Klukkan 18:00 var ákveðið að hætta kl 19:00. Var minn maður, KÓS ekkert smáánægður að sjá pabba sinn þegar að hann kom heim áður en hann færi að sofa kl 21:00. Ég fekk reyndar Möggu systur til að passa hann svo að ég og Lilja gætum farið í kringluna að versla jólagjafir. Við vorum þar til 22 og var hann sofnaður þegar við komum heim.

Engin ummæli: