18 ágúst 2007

Reykjarvíkurmaraþon.

Jæja, þá rann stundin upp í dag. Við erum búin að vera að æfa fyrir reykjarvíkurmaraþonið frá því í lok mars.

Takmark okkar var að hlaupa þessa 10 km undir 55 mínútum. Takmark okkar tókst og hlupum við á 53:37.

Það var erfitt að komast af stað , þar sem að við vorum fyrir miðju og fullt af fólki fyrir framan okkur.

Það tók okkur um 2 mín að komast af stað og fóru fyrstu 2 - 3 km að ná almennilegum hraða sem við vildum hlaupa á.

Þetta var bara eins og hvert annað 10 km hlaup sem við höfum verið að hlaupa í sumar. Reyndar vorum við svolítið stressuð þegar að var verið að telja niður í hlaupið en það hvarf fljótlega og hlupum við bara fyrir okkur og tókst það bara bærilega.