16 júlí 2006

Nammi namm na inni


Ég þurfti að fara í hraðbankann í gær. Fórum við saman, ég og Kristófer. Fórum við í hraðbankann við bónus. Hann benti á bónus og spurði eins og vanalega "Hvað er þetta ? Sagði ég honum að þarna inni væri nammi namm. Hann spurði aftur og sagði ég honum að þarna inni væri nammi namm. Hann endurtók þetta alla leiðna heim "Nammi namm na inni"

04 júlí 2006

Heimsókn

Systir mín kom í heimsókn í gær og fékk lánaðan skannann okkar sem að hún þykist orðið eiga. Nei bara smá grín. Svo þegar að hún var að fara heim þá opnuðum við út á gang og Við öll gengum fram. Þegar við vorum komin fram þá heyrðum við umgang um að einhver væri að koma inn. Það var nágrannakona okkar sem að býr við hliðin á okkur. Hún heilsaði okkur og við heilsuðum á móti. Þá sagði Kristófer Óli við hana og bendir á systur mína "Þetta er Gagga hæ" síðan bendir hann á mömmu sína og segir "Þetta er mamma " og svo að lokum bendir hann á mig og segir "Þetta er pabbi"