19 janúar 2006

Fyrsta færslan á nýju ári.


Þá er komið að fyrstu færslunni á nýju ári. Það var reyndar ekki staðið við það að vera duglegur að skrifa. En það verður bætt úr því.

Það hefur reyndar ekkert mikið spennandi gerst það sem er af árinu. Nema það að við erum byrjuð aftur í ungbarnasundinu og erum við á fimmtudagskvoldum kl 18:30. Það gengur vel hjá KÓS, nema það að hann er enn hræddur við kútana og ætlum við að bæta úr því með því að fara með hann í sund um helgar og reyna að venja hann á kúta.

Svo erum við búin að kára næstum því eldhúsinnréttinguna og erum loksins komin með baðinnréttingu. Við höfum ekki haft neina baðinnréttingu frá því að við fluttum hér inn í maí 2005. Þetta var allt gert með hjálp tengdapabba en hann smíðaði alla fronta á eldhúsinnréttinguna og hurðir, þar sem að vantaði upp á. Svo smíðaði hann baðinnréttinguna fyrir okkur. Mikill handleiksmaður þar á ferð og á hann heiður skilið fyrir alla þá hjálp sem að hann hefur veitt okkur með þetta.

Núna loksins getum við þvegið okkur um hendurnar inn á baði.